Velkomin á Listahátíð í Reykjavík
Listahátíð í Reykjavík fer fram dagana 1.- 16. júní 2024.
Listahátíð er vettvangur fyrir listsköpun í hæsta gæðaflokki frá öllum heimshornum en á líka í kröftugu og lifandi sambandi við almenning í landinu og leitast við að tendra áhuga sem flestra til að taka þátt og njóta lista á eigin forsendum.
Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins og setur aðgengi og virðingu fyrir umhverfinu í forgang. Við verkefnaval hefur hátíðin faglegan metnað, kjark, lífsgleði og stórhug að leiðarljósi.
Á dagskránni í ár er frábært úrval listviðburða af ýmsum toga. Heildardagskrá má sjá hér og miðasala er nú hafin á alla viðburði auk þess sem fjöldi ókeypis viðburða er í boði.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll á Listahátíð í Reykjavík 2024!