Klúbb­ur Lista­há­tíð­ar

Hinum megin við dagskrá Listahátíðar í Reykjavík árið 2022 verður dagskrá Klúbbsins. Klúbbur Listahátíðar í Reykjavík gegndi mikilvægu hlutverki á hátíðinni um árabil, ekki síst á níunda og tíunda áratugnum, og var hann endurvakinn á Listahátíð árið 2018. Í dag er Klúbburinn ómissandi kjarni hátíðarinnar sem vettvangur fyrir gesti, listafólk, vegfarendur og skipuleggjendur til að njóta samvista og ýmissa viðburða, bæði sjálfstæðra og í tengslum við aðaldagskrá hátíðarinnar. 

Klúbburinn hefur í gegnum árin verið staðsettur á ýmsum stöðum borgarinnar, þ.á.m. í IÐNÓ, Hressó, Sólon Íslandus, Hafnarhúsinu, Hótel Borg og í Félagsstofnun Stúdenta.

Dagskrá Klúbbsins má sjá með því að fara

inn og velja Klúbb í síunni.