1.-16. júní 2024

Klúbbur Listahátíðar

Hjarta Listahátíðar slær í hinum síkvika Klúbbi þar sem allir viðburðir eru ókeypis og öll velkomin. Í Klúbbnum er boðið upp á fjölbreytta dagskrá alla hátíðardagana, hvort sem gesti þyrstir í safaríkar umræður, funheita listviðburði, vinnusmiðjur með listafólki eða einfaldlega að dansa fram á nótt. 

Klúbbur Listahátíðar hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna á Listahátíð og er órjúfanlegur hluti hennar. Í Klúbbnum er hvatt til lýðræðislegrar virkni og þátttöku í listum og þar eru allir viðburðir ókeypis. Auk þess að hýsa fjölbreytta listviðburði, yfirtökur ólíkra listhópa og spennandi tilraunir er Klúbburinn ekki síður vettvangur samtals og óformlegri tækifæra til að tengjast, kynnast nýju fólki og hugmyndum. Hann er afdrep í undarlegum heimi á óvissutímum og þangað eru öll velkomin.  

Klúbbur Listahátíðar 2024 er staðsettur í IÐNÓ, í hjarta borgarinnar. Í IÐNÓ er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

Dagskrá Klúbbsins verður birt þegar nær dregur hátíð.

Myndaalbúm