1.-16. júní 2024

1. mars 2006

Miriam Makeba

Miðsala á viðburði Listahátíðar í Reykjavík 2006, sem stendur yfir frá 12. maí – 2. júní, hófst á netinu í gærmorgun, miðvikudaginn 1. mars.

Miðsala á viðburði Listahátíðar í Reykjavík 2006, sem stendur yfir frá 12. maí – 2. júní, hófst á netinu í gærmorgun, miðvikudaginn 1. mars.

Rífandi sala hefur verið á aðgöngumiðum frá því opnað var fyrir söluna á nýjum og glæsilegum vef Listahátíðar www.listahatid.is. Er salan langmest á afrísku söngkonuna Miriam Makeba, eins og við var að búast en hún verður með Grand Finale tónleika í Laugardalshöll 20. maí. Gífurlegur áhugi er líka á frönsku óperunni Le Pays eða Föðurlandinu, sem frumflutt verður í porti Hafnarhússins 26. maí, og Mugison, sem ætlar að flytja nýtt efni á Listahátíð ásamt hljómsveit. Miðasala fer þó ekki einvörðungu fram á netinu því einnig er hægt að kaupa miða í síma 552 8588 á milli 10 og 12 alla virka daga.