
21. október 2025
30. maí -14. júní 2026
21. október 2025
Listasafn Reykjavíkur fagnar komu þýsku listakonunnar Karin Sander, sem hefur dvalið á Íslandi við undirbúning yfirgripsmikillar sýningar á verkum sínum. Sýningin, sem opnar á Listahátíð í Reykjavík þann 30. maí 2026, spannar feril listakonunnar og gefur innsýn í ýmis verk sem hafa orðið til í tengslum við heimsóknir hennar og tengsl við Ísland til Íslands síðustu þrjá áratugi.
Karin Sander er þekkt fyrir hugmyndafræðilega nálgun sína á efni og rými, þar sem hún vinnur með hversdagslega hluti, arkitektúr og stafræna miðla á nýstárlegan hátt. Meðal nýrra verka sem verða hluti sýningarinnar eru svokölluð Patina paintings – málverk sem verða til með því að láta ómeðhöndlaðan listmálunarstriga draga í sig aðstæður umhverfisins yfir lengri tíma. Í stað hefðbundinnar pensilskriftar byggja þessi verk á náttúrulegu ferli veðrunar og verða þannig að sjálfsprottnum landslagsmyndum þeirra staða þar sem þeim er komið fyrir. Verkin verða í vinnslu víða um land sérstaklega fyrir sýninguna fram að opnun og endurspegla áhuga listakonunnar á samspili efnis, tíma og staðar. Í dvöl sinni hérlendis nýverið fór Karin um landið og kom fyrir strigum í Arnarfirði, Kerlingafjöllum og á norðurhlið Hafnarhússins.
Nánari upplýsingar um opnun og dagskrá verða birt síðar.