29. Listahátíð í Reykjavík haldin 13. maí - 7. júní 2015

Á fjölmennum aðalfundi fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík, sem haldinn var í Höfða miðvikudaginn 8. október, kom fram að yfir 86.000 manns hafi sótt viðburði og sýningar hátíðarinnar í vor sem sex hundruð listamenn tóku þátt í. Hátíðin fagnar 45 ára afmæli sínu árið 2015 og verður þá haldin í 29. sinn, dagana 13. maí – 7. júní.

Á fundinum tók Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra við formennsku í fulltrúaráði og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri við varaformennsku. Fundinn sátu auk þeirra fulltrúar þeirra menningarstofnana og -samtaka sem eiga sæti í fulltrúaráði Listahátíðar í Reykjavík.

Lesa meira