Opnað fyrir umsóknir um Eyrarrósina 2015

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í ellefta sinn sinn í mars 2015. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi.

Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann en af þeim hljóta þrjú verkefni tilnefningu til Eyrarrósarinnar og fá í sinn hlut bæði peningaverðlaun og flugmiða frá Flugfélagi Íslands.

Umsækjendur um Eyrarrósina geta meðal annars verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Valnefnd tilnefnir þrjú verkefni og hlýtur eitt þeirra Eyrarrósina. Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.


Lesa meira