Bryn Terfel syngur 7. júní á Listahátíð 2015

Bryn Terfel hefur staðfest tónleika sína á Listahátíð í Reykjavík 2015. Tónleikarnir verða haldnir í Eldborg þann 7. júní og verða lokatónleikar hátíðarinnar.

Ef þú getur ekki notað miðana þína þann 7. júní og óskar eftir að fá þá endurgreidda, biðjum við þig að snúa þér til miðasölu Hörpu sem fyrst. Miðar verða endurgreiddir til 1. október 2014. Ekki verður hægt að fá endurgreiðslu eftir þann tíma.

Eftir 1. október verða miðar á tónleikana 7. júní 2015 sendir öllum þeim sem enn eiga miða. Til þess að tryggja að miðar komist á leiðarenda, eru tónleikagestir beðnir að senda staðfestingu með nafni, kennitölu og heimilisfangi á netfangið [email protected] merkta Bryn Terfel 2015.Lesa meira