Tónleikar Bryn Terfel færast til
Listahátíðar 2015

Vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna færast einsöngstónleikar Bryn Terfel sem tilkynntir höfðu verið 10. júlí næstkomandi, til Listahátíðar 2015.

Söngvarinn heimsfrægi þurfti að hætta Listahátíðartónleikum sínum í Eldborg þann 24. maí skömmu eftir að þeir hófust, vegna skyndilegra veikinda í hálsi. Stuttu eftir að tónleikunum lauk, var tilkynnt að hann kæmi aftur 10. júlí. Nú er ljóst að vegna ófyrirsjáanlegra kringumstæðna getur ekki orðið af þeim tónleikum en Terfel, sem er einn eftirsóttasti bass-baritón söngvari heims, hefur þess í stað staðfest komu sína á Listahátíð í Reykjavík að ári, með nýja efnisskrá í farteskinu.

Dagsetning tónleikanna verður tilkynnt í byrjun ágúst og hefst miðasala 1. september.

Lesa meira