21. október 2021

Liðsauki hjá Listahátíð

Ása Dýradóttir starfaði sem verkefnastjóri hjá Listahátíð árið 2020 og kemur í teymið að nýju fyrir næstu hátíð 2022. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og hefur einnig lokið meistaranámi í menningarstjórnun. Hún er fyrrum eigandi og rekstrarstjóri kaffihússins Stofunnar auk þess að vera einn stofnmeðlima hljómsveitarinar Mammút.

Matthias Engler hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Listahátíð en hann er slagverksleikari og lauk burtfararprófi frá Conservatorium van Amsterdam. Hann er einn stofnenda Ensemble Adapter í Berlín og hefur bæði starfað sem flytjandi og rekstrarstjóri sveitarinnar um árabil.

Íris Hrund Þórarinsdóttir er nýr kynningarstjóri Listahátíðar en hún er tónsmiður með meistarapróf í verkefnastjórnun, MPM. Hún hefur að auki lokið sérnámi í markaðsfræðum og menningarstjórnun og hefur áralanga reynslu í framleiðslu- og markaðstengdum störfum.