1.-16. júní 2024

15. mars 2023

Eyrarrósin 2023

Auglýst eftir umsóknum

Eyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefni sem hefur fest sig í sessi utan höfuðborgarsvæðisins. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár.

Eyrarrósarhafinn hlýtur 2,5 milljón króna peningaverðlaun, gert verður myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024.

Að auki verða veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í þrjú ár eða minna. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.

Allar nánari upplýsingar um fyrirkomulag Eyrarrósarinnar og umsóknareyðublað má finna HÉR

Öllum umsóknum verður svarað.

Frá upphafi hafa Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Icelandair (áður Flugfélag Íslands) staðið saman að viðurkenningunni. Verndari Eyrarrósarinnar er frú Eliza Reid forsetafrú.