Fyr­ir um­sækj­end­ur

Eyrarrósin verður veitt í átjánda sinn vorið 2023. Viðurkenningin er veitt framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins sem hefur fest sig í sessi. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. ByggðastofnunIcelandair og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005. 

Hver get­ur sótt um Eyr­ar­rós­ina?

Lista- og menningarverkefni sem eru utan höfuðborgarsvæðisins (á starfssvæði Byggðastofnunar), eru ekki rekin í hagnaðarskyni og hafa sannarlega fest sig í sessi. 

Umsóknir um Eyrarrósina þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Að verkefnið hafi fest sig í sessi og sé eldra en þriggja ára. 
  • Að verkefnið hafi listrænan og samfélagslegan slagkraft.
  • Að framtíðarsýn fyrir verkefnið sé skýr og stórhuga.
  • Að vel hafi verið staðið að rekstri verkefnisins.
  • Að verkefnið sé viðbót við menningarlandslagið í sínu nærumhverfi og auki fjölbreytileika menningarframboðs á svæðinu. 
  • Að verkefnið sé ekki rekið í hagnaðarskyni eða á vegum opinberra aðila.

Hvað eru Hvatn­ing­ar­verð­laun Eyr­ar­rós­ar­inn­ar?

Veitt verða þrenn hvatningarverðlaun á sama tíma og Eyrarrósarviðurkenningin er veitt. Hver hvatningarverðlaun eru 750.000 krónur.

Umsóknir um Hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Að verkefnið sé yngra en þriggja ára og jafnvel enn í þróun.
  • Að verkefnið hafi alla burði til þess að festa sig varanlega í sessi.
  • Að verkefnið hafi listrænan og samfélagslegan slagkraft.
  • Að framtíðarsýn fyrir verkefnið sé skýr og stórhuga.
  • Að verkefnið sé viðbót við menningarlandslagið í sínu nærumhverfi og auki fjölbreytileika menningarframboðs.
  • Að verkefnið sé ekki rekið í hagnaðarskyni eða á vegum opinberra aðila.

 

Hvenær er skila­frest­ur um­sókna?

Eyrarrósin verður næst afhent í maí 2023 og umsóknarfrestur er til kl. 16:00 fimmtudaginn 13. apríl 2023.

Hvern­ig sæki ég um?

Sótt er um með því að fylla út í eyðublaðið hér.

Hvern­ig fer val­ið fram?

Valnefnd er skipuð fulltrúum frá Byggðastofnun, Icelandair og Listahátíð í Reykjavík auk menningarfulltrúa af starfssvæði Byggðastofnunar. Valnefnd fer vandlega yfir hverja umsókn og fylgigögn. Metið er eftir þeim þáttum sem koma fram hér á undan. 

Af umsækjendum hlýtur eitt verkefni sjálfa Eyrarrósina en henni fylgja 2.500.000 kr. peningaverðlaun, gert er myndband um verkefnið og því gefinn kostur á því að standa að viðburði á aðaldagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

Að auki eru veitt þrenn hvatningarverðlaun Eyrarrósarinnar til verkefna sem hafa verið starfrækt í minna en þrjú ár. Hver hvatningarverðlaun eru 750 þúsund krónur.