13. janúar 2022

Valkyrju Wagners aflýst

Okkur þykir leitt að tilkynna að vegna heimsfaraldursins og afleiðinga hans reynist óhjákvæmilegt að aflýsa fyrirhuguðum sýningum á Valkyrju Wagners, uppfærslu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku óperunnar í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík, sem fara átti fram í Hörpu 24. og 26. febrúar 2022. Staða heimsfaraldursins bæði hér á landi og erlendis gerir það að verkum að ekki er mögulegt að setja óperuna á svið enda um afar fjölmenna og umfangsmikla uppfærslu að ræða þar sem listafólk kemur víða að. 

Allir aðgöngumiðar verða endurgreiddir að fullu og gerist það sjálfkrafa hafi þeir verið greiddir með greiðslukorti. Ef miðar voru greiddir með öðrum hætti, eða ef einhverjar spurningar vakna, vinsamlega hafið samband við miðasölu Hörpu á netfangið midasala@harpa.is.

Upphaflega var Valkyrjan á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík vorið 2020 og var henni frestað í tvígang vegna COVID. Vonir standa þó enn til að af þessu metnaðarfulla verkefni geti orðið á næstu árum og mun það þá verða tilkynnt sérstaklega.  

Farið varlega!