1.-16. júní 2024

27. júní 2005

Sýningarrit komið út

Komið er út glæsilegt sýningarrit með myndum af listaverkum frá myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík 2005. Bókin ber nafnið Material time, work time, life time og hefur að geyma ljósmyndir úr vinnustofum Dieters Roth og af verkum listamannsins frá sýningunni Lest sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° ásamt myndum þrjátíu og fjögurra listamanna sem unnu verk sín sérstaklega fyrir Listahátíð undir heitinu Tími, rými, tilvera.  Bókinni fylgir sýningarskrá með viðtölum við listamennina: Jessica Morgan og Björn Roth önnuðust sýningarstjórn og ritstjórn. Ljósmyndirnar í bókinni eru eftir Friðrik Örn Friðriksson en myndir úr vinnustofum Dieters Roth eru eftir Magnús Reyni Jónsson. Hönnun ritverksins var í höndum Barkar Arnarsonar og Gunnars Thor Vilhjálmssonar en Dorothée Kirsch sá um framkvæmdastjórn. Yfirumsjón með verkinu hafði Sigurjón Sighvatsson. Verkið var unnið að frumkvæði Eiðastóls sem einnig sá um grunnfjármögnun þess í samvinnu við Kb banka, Odda og 66°N en auk þess tóku Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Listahátíð í Reykjavík þátt í verkefninu. Með Eiðastóli tekur hið virta þýska útgáfurfyrirtæki Revolver þátt í útgáfunni og sér um dreifingu bókarinnar um allan heim en fyrirtækið býr yfir þekkingu og reynslu á sviði samtímalistar. Bókin er tæpar 200 síður og litprentuð hjá Odda. Sýningarskráin er prentuð hjá prentsmiðju Morgunblaðsins.

Komið er út glæsilegt sýningarrit með myndum af listaverkum frá myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík 2005. Bókin ber nafnið Material time, work time, life time og hefur að geyma ljósmyndir úr vinnustofum Dieters Roth og af verkum listamannsins frá sýningunni Lest sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° ásamt myndum þrjátíu og fjögurra listamanna sem unnu verk sín sérstaklega fyrir Listahátíð undir heitinu Tími, rými, tilvera. Listaverkin voru og eru sum hver enn að finna víðsvegar um landið, m.a. á Skógum, Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Undir Eyjaföllum, í Hveragerði og í ýmsum listasöfnum í Reykjavík ásamt Kópavogi og Hafnarfirði.