27. júní 2005

Sýningarrit komið út

Komið er út glæsilegt sýningarrit með myndum af listaverkum frá myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík 2005. Bókin ber nafnið Material time, work time, life time og hefur að geyma ljósmyndir úr vinnustofum Dieters Roth og af verkum listamannsins frá sýningunni Lest sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° ásamt myndum þrjátíu og fjögurra listamanna sem unnu verk sín sérstaklega fyrir Listahátíð undir heitinu Tími, rými, tilvera. Listaverkin voru og eru sum hver enn að finna víðsvegar um landið, m.a. á Skógum, Akureyri, Ísafirði, Seyðisfirði, Vestmannaeyjum, Undir Eyjaföllum, í Hveragerði og í ýmsum listasöfnum í Reykjavík ásamt Kópavogi og Hafnarfirði.