16. júní 2005

Sýningarnar halda áfram

Dieter Roth sýningin –Lest í Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands og Gallerí 100° stendur til 21. ágúst. Það sama gildir um sýningar Haraldar Jónssonar,  Urs Fisher og tvíeykisins Peter Fischli og David Weiss í Listasafni Reykjavíkur. Þær standa til 21. ágúst.Sýningarnar á verkum Gabriel KuriJennifer Allora & Guillermo CazadillaBrian JungenHeklu Daggar JónsdótturKristjáns GuðmundssonarJohn Latham og Jeremy Deller í Gerðarsafni í Kópavogi og Wilhelm SasnalBojan SarcevicOn Kawara og Elke Krystufek í  Hafnarborg Hafnarfirði verða einnig til 21. ágúst.Sýning Finnboga Péturssonar í Vatnstöknunum við Háteigsveg verður opin skv. samkomulagi í sumar. Sjá nánari upplýsingar um það á 

 hefur það nú verið staðfest að sýningin á verkum Thomas Hirschhorn í Nýlistasafninu hefur verið framlengd um rúman mánuð og mun hún því standa til 24. júlí nk.Sýning Lawrence Weiner í Galleri i8 stendur til 6. júlí, sýning John Bock í Kling og Bang verður til 26. júní,  sýning Ólafs Elíassonar í 101 gallery er til 1. júlí, Carsten Höller sýnir í Safni til 10 júlí og sýningu Libiu Pérez de Siles de Castro og Ólafs Árna Ólafssonar í Listasafni ASÍ lýkur 3. júlí.Enn má heimsækja dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund og virða fyrir sér teketil og samóvar Turnerverðlaunahafans Jeremy Dellers og Allan Kane sem þeir félagar gáfu Grund. Sýningin stendur öllum opin frá kl. 14 til 16 til 30. júní.Margrét H. Blöndal sýnir verk sín á götum Reykjavíkur, nánar tiltekið á Bárugötunni og í nágrenni hennar. Verk hennar eru að finna á eftirfarandi stöðum: Mjóstræti 6, Garðastræti 11a og Garðastræti 11 (gengið upp Fischersund, hornhús og Hákot)Bárugata 5 og Bárugata 9, svo er gengið yfir Ægisgötu þar sem rétt glittir í mynd á Ægisgötu 6 (fyrir ofan bláar bárur), Bárugötu 21 og 22 og auk þess er verk á húsi sem tilheyrir Stýrimannastíg en snýr að Bárugötunni, á milli 27 og 29. Þá eru einnig verk á Bárugötu 29 og Bárugötu 35, Bárugata  (hornhús við Bræðraborgarstíg 9) og Bárugata 34. Verk Margrétar verða uppi til mánaðarmóta júlí/ágúst.Blind Pavilion Ólafs Elíassonar í Viðey má virða fyrir sér til 21. ágúst en reglulegar ferðir eru út í eynna alla daga.Úti á landi:Sýning Jonathan Meese í Listasafni Árnesinga, Hveragerði verður til 24. júlí.

Sýningar Elínar Hansdóttur í Edniborgarhúsinu og Hreins Friðfinnsonar í Slunkaríki á Ísafirði standa til 26. júní. Sýningar Gabríelu Friðriksdóttur og Matthew Barney í Listasafninu á Akureyri og Önnu Líndal  í Skaftfelli á Seyðisfirði lýkur einnig 26. júní.Skúrinn á Eiðum með ljósmyndum Dieter Roth fer svo hringinn í kringum landið í sumar. Nánar verður tilkynnt um ferðir hans síðar.Sjá nánari upplýsingar á sérstökum vef um myndlistarþátt Listahátíðar