2. júlí 2025
25. ágúst 2020
Sérstæða snýr aftur
Innsetningin Sérstæða, sem var sérstaklega hönnuð í tilefni 50 ára afmælis Listahátíðar snýr aftur í Hörpu þann 26. ágúst.
Innsetningin reis í Klúbbi Listahátíðar í IÐNÓ í byrjun sumars og stóð þar til 17. júní. Fjöldi fólks gerði sér ferð inn í þessa speglaveröld og vegna mikillar eftirspurnar hefur nú verið fundinn nýr staður fyrir þessa mögnuðu innsetningu.
Aðgangur verður áfram ókeypis og við hvetjum alla til að gera sér ferð í Sérstæðu.
Höfundar verksins eru þau Baldur Snorrason, Michael Godden, Katerina Blahutová og Kristian Ross.