30. nóvember 2001
Samstarf um óperuflutning
Ákveðið hefur verið að þessar stofnanir setji í samvinnu upp óperuna Hollendinginn fljúgandi eftir Richard Wagner og er það í fyrsta sinn sem Wagnerópera er flutt á Íslandi í fullri lengd. Óperan verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins á opnunarkvöldi Listahátíðar í Reykjavík í vor þann 11. maí.
29. nóvember sl. var undirritaður samningur vegna þessa samstarfs. Hér er um að ræða tímamótasamstarf, sem mun skipta miklu um framgang óperuflutnings á Íslandi, þar sem teflt er fram öllu því besta sem hver stofnun hefur fram að færa og verkið flutt á því sviði, sem óumdeilanlega er besta óperuleiksvið landsmanna í dag.
Undir samninginn rituðu fyrir hönd Íslensku óperunnar, Bjarni Daníelsson, Óperustjóri, Stefán Baldursson Þjóðleikhússtjóri, Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Halldór Guðmundsson, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík.
Við sama tækifæri undirrituðu stjórnandi Listahátíðar, Þórunn Sigurðardóttir og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri Landsbanka Íslands samning þess efnis að Landsbanki Íslands verði sérstakur kostunaraðili verkefnisins.