28. nóvember 2024
4. maí 2023
Ráðstefna um sæskrímsli
Þjóðfræðingum, listafólki og líffræðingum verður stefnt saman á Skrímslasetrinu á Bíldudal laugardaginn 13. maí kl. 10-16 til þess að ræða þessar spuringar og fleiri sem tengjast sæskrímslum.
Fyrir hádegi verða nokkur erindi sérfræðinga um sæskrímsli, uppruna þeirra, eðli og útlit. Eftir léttan hádegisverð verður boðið upp á skemmtilegar vinnusmiðjur og hugarflug með þátttakendum þar sem spáð verður í sögur af sæskrímslum, útlit þeirra og hegðun. Brian Pilkington teiknari, sirkusfólk frá Hringleik, gervahönnuðir frá Pilkington Props og Hildur Knútsdóttir rithöfundur verða meðal þeirra sem leiða smiðjurnar.
Ráðstefnan er mikilvægur hluti af undirbúningi fyrir glænýja risastóra götuleiksýningu sem verður opnunarsýning Listahátíðar í Reykjavík 2024. Sirkushópurinn Hringleikur stendur að sýningunni í samstarfi við Listahátíð. Sýningin mun ferðast víða um land í júní á næsta ári.
Ráðstefnustjóri er dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Allt áhugafólk um sæskrímsli er hjartanlega velkomið og aðgangur er ókeypis!
Ráðstefnan er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Vesturbyggð og Íslenska kalkþörungafélaginu.