1.-16. júní 2024

10. júlí 2020

Óskað eftir hljóðupptökum á upplestri valinna greina nýju stjórnarskrártillögunnar!

Þann 3. október næstkomandi verður umfangsmikill fjölradda tónlistar– og myndlistargjörningur fluttur í Listasafni Reykjavíkur sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Verkið ber heitið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og er unnið upp úr öllum 114 greinum nýju íslensku stjórnarskrártillögunnar frá árinu 2011. 

Í tengslum við Í leit að töfrum, sem myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson eru að vinna í samstarfi við hóp ólíkra tónskálda, innlendra og erlendra, tónlistarfólk, samtök og aðgerðarsinna, óskar eitt tónskáldanna, Áki Ásgeirsson, eftir upptökum frá almenningi á lestri valinna greina nýju stjórnarskrártillögunnar, til að vinna með fyrir sitt framlag í verkinu. Upptökurnar mun hann vinna, blanda saman og umbreyta.

Hægt er að nota tölvu eða síma til að taka upp rödd sína (eða annarra með upplýstu samþykki). Engin krafa er gerð um hljómgæði, þó best sé að forðast óþarfa umhverfishljóð. 

Senda má eins margar greinar og hver vill. Lesa skal á eigin hraða og með eigin aðferð. Áki mun vinna með upptökurnar, umbreyta þeim og blanda saman. 

Texta stjórnarskrártillögunnar má finna hér: http://www.stjornlagarad.is/starfid/frumvarp/

Þær greinar sem óskað er eftir eru greinar númer 8, 20, 28, 40, 51, 65, 92, 96, 99, 108, 113, 114.

Upptökur sendist sem fyrst á ileitadtofrum@gmail.com, í seinasta lagi 30. júlí 2020. 

Vinsamlegast merkjið hverja skrá með númeri viðkomandi greinar, og takið fram nafn og aldur þess sem les, en því má sleppa ef nafnleysi er óskað. 

Nánar um verkefnið: 

https://www.listahatid.is/vidburdir/dagskra/i-leit-ad-tofrum-tillaga-ad-nyrri-stjornarskra-fyrir-lydveldid-island/

 

http://www.cycle.is/