1.-16. júní 2024

27. janúar 2023

Nýtt götuleikhús 2024

Sirkushópurinn Hringleikur í samstarfi við Pilkington Props hlaut í vikunni hæsta styrk úr Sviðslistasjóði fyrir verkefnið SÆSKRÍMSLI sem verður opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík 2024!

Listahátíð óskar aðstandendum öllum hjartanlega til hamingju og við hlökkum svo sannarlega til samstarfsins, sem reyndar er hafið fyrir löngu síðan! Langþráður draumur um alíslenskt götuleikhús af stærri gerðinni er að verða að veruleika!