1.-16. júní 2024

18. mars 2012

Miðasala hafin á Buiku

Ótamdar tilfinningar og kraftur einkenna söngkonuna Buiku sem leggur leið sína á Listahátíð í vor. Hás og tregafull rödd hennar er einfaldlega einstök sem maður ánetjast strax við fyrstu hlustun. Buika hefur magnaða sviðsframkomu og einstaklega blæbrigðaríka túlkun, sem nær að snerta alla tilfinningastrengi áhorfenda. Tónlistin er blanda af blús, jazzi, sálartónlist og spænskum tregasöngvum og Buika kemur heingað til lands með hljómsveit skipaða framúrskarandi hljóðfæraleikurum frá Bandaríkjunum og Evrópu.