1.-16. júní 2024

4. ágúst 2009

Ljós í myrkrinu

Mikill fjöldi innlendra og erlendra farfugla hefur í sumar lagt leið sína á Listahátíðarsýningarnar Brennið þið, vitar!, sem stóðu frá setningarhelgi Listahátíðar um miðjan maí til mánudagsins 3. ágúst í fjórum vitum, einum í hverjum landshluta; Garðskagavita, Bjargtangavita, Kópaskersvita og Dalatangavita.

Mikill fjöldi innlendra og erlendra farfugla hefur í sumar lagt leið sína á Listahátíðarsýningarnar Brennið þið, vitar!, sem stóðu frá setningarhelgi Listahátíðar um miðjan maí til mánudagsins 3. ágúst í fjórum vitum, einum í hverjum landshluta; Garðskagavita, Bjargtangavita, Kópaskersvita og Dalatangavita.

Í ágúst/septemberhefti menningartímaritsins DAMN er að finna áhugaverða grein undir yfirskriftinni „Light in the Darkness“ um sýningarnar fjórar, eftir Markús Þór Andrésson, sem jafnframt var sýningarstjóri Brennið þið, vitar! ásamt Dorothée Kirch. 

Stuttan inngang að greininni er að finna hér:

http://www.damnmagazine.net/magazines/current_issue

 

DAMN° er virt alþjóðlegt tímarit um samtímamenningu, sjálfstæð útgáfa þar sem mörkin á milli hönnunar, arkitektúr og lista eru ekki mörkuð á skýran hátt heldur könnuð.

http://www.damnmagazine.net/