
29. apríl 2025
30. maí -14. júní 2026
5. október 2009
Listahátíð í Reykjavík hefur flutt skrifstofur sínar í nýtt húsnæði í Gimli við Lækjargötu 3 þar sem Ferðamálastofa var áður til húsa. Listahátíð í Reykjavík snýr þar með aftur á æskustöðvarnar því hún hóf starfsemi sína árið 1969 í einu herbergi í Gimli. Fyrsta Listahátíðin var haldin vorið 1970 og fagnar Listahátíð því 40 ára afmæli vorið 2010.
Listahátíð í Reykjavík var áður til húsa að Lækjargötu 3b, við Skólastræti, þar sem hún hefur verið staðsett frá árinu 1995. Starfsfólk Listahátíðar mun eftir sem áður taka vel á móti gestum sínum í nýja húsnæðinu.