2. nóvember 2020

Listagjöf Listahátíðar!

Listahátíð í Reykjavík fer í dag af stað með verkefni að finnskri fyrirmynd sem kallast LISTAGJÖF. Hægt er að panta lifandi listflutning í gegnum vefapp og senda upp að dyrum til ástvina sinna. Landsþekkt listafólk kemur fram við heimili viðtakenda dagana 7. & 8. nóvember með örstutta tónleika eða sýningu – í öruggri fjarlægð að sjálfsögðu. Samtals verða 140 Listagjafir í boði. Uppákomum verður dreift jafnt um hverfi borgarinnar og eru án endurgjalds.

Í ljósi skarðsins sem myndast hefur í menningarstarfsemi hefur Listahátíð í Reykjavík ákveðið að færa listina heim til borgarbúa – í öruggri fjarlægð.

Bókaðu þína listagjöf í dag – listagjof.listahatid.is.

 

Verkefnið var styrkt af Reykjavíkurborg.