
29. apríl 2025
30. maí -14. júní 2026
5. apríl 2021
Listagjöf Listahátíðar hlaut í dag tvær tilnefningar, sem tónlistarviðviðburður ársins í flokki popp- og rokktónlistar og sem viðburður ársins í flokki hátíða sígildrar- og samtímatónlistar. Listagjöf vakti mikla athygli og lukku meðal landsmanna þar sem listafólk heimsótti fólk og kom fram í og við heimili þess. Verkefnið var fyrst framkvæmd í byrjun nóvember með stuðningi frá Reykjavíkurborg og svo endurtekið á landsvísu á aðventunni með sérstökum stuðningi frá yfirvöldum.Hér má lesa allt um Listagjöf og sjá lista yfir þann stóra og glæsilega hóp listafólks sem tók þátt í verkefninu.
Big Party Post Club International - Yfirtaka Post-dreifingar í Klúbbi Listahátíðar síðasta sumar hlaut einnig tilnefningu sem tónlistarviðburður ársins í flokki popp- og rokktónlistar.
Gyða Valtýsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson voru bæði tilnefnd fyrir útgáfu tónlistar sem flutt var á tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Gyða fyrir plötu sína EPICYCLE II og Víkingur Heiðar fyrir plötu sína Debussy & Rameau.
Listahátíð óskar öllu sínu góða listafólki innilega til hamingju með tilnefningarnar.