3. nóvember 2020

Listagjafir uppbókaðar

Það voru list-þyrstir Íslendingar sem flykktust inn á vef Listahátíðar í gær til þess að bóka sér Listagjöf. Nær allir 140 listflutningarnir sem í boði voru til bókunar ruku út á einni kvöldstund!

Við hjá Listahátíð þökkum þessar höfðinglegu móttökur og þykir þær sýna að þjóðin er svo sannarlega tilbúin til þess að njóta listar og menningar í því alvarlega ástandi sem nú ríkir í samfélaginu.

Hægt er að sjá umfjöllun Menningarinnar á RÚV um verkefnið með því að smella hér.