1.-16. júní 2024

1. ágúst 2003

Listafólk á ferð og flugi

Listamenn Listahátíðar 2002 hafa ýmsir verið á ferð og flugi með verkefni sem frumflutt voru á hátíðinni í fyrra.

Tónlistarmennirnir sem tóku þátt í Brúðkaupinu eftir Stravinsky fóru til Trento á Ítalíu,  Raddir þjóðar, voru fluttar á afmæli Norðurlandaráðs í Helsinki ( tónlistarmennirnir voru tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna á móti Hrafnagaldri - hvort tveggja Listahátíðarverkefni) og Íslenski dansflokkurinn fór fyrir milligöngu Listahátíðar alla leið til Líbanon, þar sem hann tók þátt í afmælishátíð. Brakraddir, dansverkefni Helenu Jónsdóttur, fór nýlega í mikla sigurför til Írlands, en verkefnið hefur farið mjög víða á undanförnum mánuðum og svo er Hrafnagaldur enn á förum um heiminn.