12. september 2023

Laus störf hjá Listahátíð

Opið er fyrir umsóknir um stöður verkefnastjóra Klúbbs Listahátíðar og verkefnastjóra listviðburða á Listahátíð en hátíðin fer næst fram 1.-16. júní 2024.

Listahátíð býður upp á sveigjanlegt, fjölbreytt og líflegt vinnuumhverfi og óskað er eftir metnaðarfullu fólki sem hefur áhuga á að vinna að settum markmiðum með drífandi teymi.

Listahátíð fagnar fjölbreytileika mannlífsins í dagskrárgerð sem og hópi starfsfólks.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér fyrir neðan.

https://alfred.is/starf/verkefnastjori-listvidburda

https://alfred.is/starf/verkefnastjori-klubbs-listahatidar-2024