
5. september 2025
30. maí -14. júní 2026
21. desember 2009
Starfsfólk Listahátíðar er búið að koma sér vel fyrir í Gimli og bauð samstarfsaðilum og velunnurum að líta við í jólaösinni í tilefni af því. Gestir nutu léttra veitinga og ljúfra tóna Óskars og Ómars Guðjónssona meðan þeir skoðuðu húsið, sem Minjavernd gerði miklar endurbætur á í sumar. Mikla ánægju vakti stór veggur þar sem gefur að líta öll veggspjöld Listahátíðar frá upphafi enda eiga margir sterkar minningar tengdar hátíðinni, sem fagnar 40 ára afmæli sínu vorið 2010.