
29. apríl 2025
30. maí -14. júní 2026
29. apríl 2025
Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi verkefni á landsbyggðinni, verður veitt þann 15. maí kl 15. Björn Skúlason, forsetamaki og verndari Eyrarrósarinnar, afhendir viðurkenninguna og fer hún fram Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem hlaut Eyrarrósina 2023.
Einnig verða afhent 3 hvatningarverðlaun fyrir ný eða nýleg verkefni sem eru spennandi viðbót við menningarlandslagið í sínu nærumhverfi og hafi alla burði til að festa sig varanlega í sessi.
Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík, Byggðastofnunnar og Icelandair.