1.-16. júní 2024

17. maí 2024

Settu Hlaðvarp Listahátíðar í eyrun!

Í hlaðvarpi Listahátíðar tökum við púlsinn á listafólki og öðrum sem að hátíðinni koma í ár. Tilvalin leið til þess að taka smávegis forskot á gleðina sem bíður okkar á hátíðartímabilinu 1.-16. júní og fá áhugaverða innsýn í vinnuferlið á bak við sýningar, tónleika, sviðsverk og alls kyns viðburði.

Nú þegar eru ellefu þættir aðgengilegir á streymisveitunni Spotify og fleiri munu bætast í sarpinn á allra næstu dögum. Veljið ykkur þætti hér að neðan til að hlusta á í göngutúrnum, ræktinni eða bara yfir uppvaskinu!