1.-16. júní 2024

13. febrúar 2023

Kallað eftir verkefnum

„HÉR“ - Kallað eftir verkefnum á Listahátíð í Reykjavík 2024

Kallað er eftir hugmyndum frá listafólki að verkefnum á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2024. Dagsetningar hátíðarinnar eru 1.-16. júní.

Þema Listahátíðar 2024 er HÉR.

Hvaða viðfangsefni og  og hvaða spurningar er brýnast að takast á við hér og nú? Hvað kemur í ljós ef fingurinn er settur á púls tíðarandans?

HÉR opnar á vangaveltur um tengsl manns og náttúru, við landið sem við búum í, en jafnframt spurningar um hvar við stöndum í sögunni og hvaða áhrif menningararfur og tungumál hafa á hugsun okkar og skynjun.

Öllu listafólki er frjálst að senda inn hugmyndir fyrir hátíðina og tekið er á móti hugmyndum á hvaða vinnslustigi sem er. Athugið þó að stærri og fjárfrekari verkefni þurfa að vera komin áleiðis með eigin fjármögnun til þess að koma til álita. 

Á Listahátíð er sérstök áhersla lögð á frumsköpun og verkefni þar sem ólíkar listgreinar skarast. Við leitum að viðburðum frá alls konar listafólki, sem höfða til fjölbreyttra áhorfendahópa. Viðburðir mega vera hugsaðir jafnt innan sem utan miðborgarinnar og höfuðborgarsvæðisins. Við leitum jafnframt að þátttökuverkefnum og verkefnum í almenningsrými sem teygja sig út fyrir hefðbundið umhverfi lista

Kjarni stefnu Listahátíðar er að listir og menning séu ekki forréttindi fárra heldur réttur allra. Hátíð sem endurspeglar fjölbreytileika mannlífsins er sterkari hátíð.

Tillögur skulu sendar inn með því að fylla út þetta rafræna eyðublað

Skilafrestur er til miðnættis 13. MARS 2023.

Ef spurningar vakna varðandi umsóknareyðublaðið eða ferlið, vinsamlegast sendið okkur línu á artfest@artfest.is.