1. júní 2022
Gleðilega Listahátíð!
Listahátíð í Reykjavík hefst í dag! Framundan er sannkallað veisluhlaðborð viðburða sem endurspeglar þann fjölbreytta og frábæra hóp listafólks sem fram kemur á hátíðinni næstu vikurnar. Við hefjum leika með hápólitísku gleðisprengjunni Taylor Mac á stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld og á morgun, magnaðar myndlistarsýningar opna bæði í borginni sem norðan heiða, litríkir tónar óma í Hörpu og Hallgrímskirkju, manngerða baðströndin í Hafnarhúsinu fyllist af syngjandi fólki og ekki má missa af rauðglóandi götuleikhúsi sem slær tóninn fyrir stemmninguna framundan.