1.-16. júní 2024

4. júní 2020

Fyrsti dagur Listahátíðar 2020

Næstkomandi laugardagur, 6. júní, markar upphaf Listahátíðar 2020!Opnunardagurinn er ólíkt hófstilltari en áætlað var. Götuleikhús frá Hollandi átti að koma og lita bæinn rauðan, stórsýning Gilbert & George hefði opnað í Listasafni Reykjavíkur og Solastalgia í Listasafni Íslands.  Sýning Katie Paterson átti að opna í Nýló og tvöföld sýning í Kling & Bang, frumsýna átti barnasýninguna Tréð í Tjarnarbíó og Víkingur Heiðar átti að spila fyrir troðfullu húsi í Eldborg um kvöldið. Og er þá ekki einu sinni allt talið!Í stað þess að trega það sem hefði orðið skulum við fagna því að engum þessara viðburða er aflýst frekar en öðrum viðburðum hátíðarinnar í ár. Þeir fá allir nýjar tímasetningar - sumir strax á næstu vikum á meðan aðrir bíða næsta veturs og vors. Við getum líka glaðst yfir því að þær fjórar opnanir sem verða á upphafsdegi hátíðarinnar fá sitt andrými og það mun gilda um aðra viðburði hátíðarinnar líka þegar að þeim kemur.

 

 

Smelltu hér til að skoða dagskrá Listahátíðar í heild sinni.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Listahátíð í sumar, haust, vetur og vor!