21. apríl 2022

Hulunni svipt af dagskrá Listahátíðar 2022

Við kynnum með stolti dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2022 í heild sinni!

Miðasala er hafin á alla viðburði!

Undanfarnar vikur og mánuði höfum við smám saman tilkynnt um viðburði á dagskrá hátíðarinnar í ár. Nú sviptum við hins vegar hulunni af heildardagskránni og vonum innilega að öll finni eitthvað við sitt hæfi á þessu glæsilega alþjóðlega hlaðborði menningarviðburða.

Veglegt 100 blaðsíðna kynningarrit er komið í prentun, en fyrir þau sem ekki geta beðið eftir því að fletta því, má skoða það á rafrænu formi hér:

Á dagskrársíðu Listahátíðar má einnig nú sjá alla viðburði sem verða á Listahátíð 2022.

Við vonum innilega að öll finni eitthvað við sitt hæfi á þessu glæsilega og mjög svo fjölbreytta hlaðborði menningarviðburða.

Ekki bóka bústað fyrri hluta júní! - Gleðilegt sumar!