1.-16. júní 2024

31. október 2012

Auður Rán Þorgeirsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Auður Rán Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Hún hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Höfuðborgarstofu þar sem hún stýrði viðburðum á borð við Menningarnótt og Vetrarhátíð. Hún var hvatamaður að umsókn borgarinnar um titilinn Bókmenntaborg UNESCO og var annar tveggja stjórnenda verkefnisins hjá Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur. Einnig stýrði hún fyrstu Lestrarhátíðinni í Reykjavík, sem fór fram  nú í október.

Auður starfaði um árabil í dagskrárteymi Edinburgh International Book Festival. Hún útskrifaðist með BA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í Cultural management & Policy frá Queen Margaret University í Edinborg í Skotlandi.

Auður Rán tekur við starfi framkvæmdastjóra Listahátíðar af Guðrúnu Norðfjörð.