1.-16. júní 2024

4. desember 2023

Aðgengi í forgangi

Aðgengis- og inngildarstefna samþykkt 

Aðgengi í breiðum skilningi hefur verið leiðarljós í öllu starfi Listahátíðar í Reykjavík um árabil. Nú hefur enn eitt framfaraskrefið verið stigið með samþykkt sérstakrar aðgengis- og inngildingarstefnu. 

Listir og menning eru ekki forréttindi fárra heldur réttur allra. Blómstrandi menningarlíf endurspeglar margbreytileika mannlífsins og margbreytileikinn auðgar að sama skapi menningarlífið í landinu. Hjá Listahátíð er það bjargföst trú að aðgengi og inngilding verði ekki aðskilin frá neinum þætti starfseminnar heldur séu samofin henni. Gott aðgengi felur í sér að fjarlægja líkamlegar, fjárhagslegar, samfélagslegar og menningarlegar hindranir svo að öll geti notið listrænna viðburða í hæsta gæðaflokki. 

Í nýju aðgengis- og inngildingarstefnunni eru settar fram skýrar og skilvirkar aðgerðir sem lúta að ráðningu starfsfólks, listrænni dagskrárgerð, framkvæmd og markaðssetningu hátíðarinnar sem og skrásetningu á henni. Stefnan var unnin í nánu samstarfi og samráði við fulltrúa ólíkra hópa í samfélaginu. 

Stefnan sem samþykkt var af stjórn Listahátíðar nú í nóvember gildir frá 2023 til 2026 en er lifandi plagg sem verður endurskoðað reglulega í takt við tímann. 

Stefnuna má lesa hér.