21. ágúst 2024
27. maí 2024
Listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
Stjórn Listahátíðar í Reykjavík auglýsir samkvæmt skipulagsskrá hátíðarinnar laust starf listræns stjórnanda.
Listrænn stjórnandi er yfir stofnuninni og er ráðinn af stjórn hennar til allt að fjögurra ára í senn. Listrænn stjórnandi setur tóninn varðandi listræna stefnu hátíðarinnar og ber ábyrgð á framkvæmd hennar gagnvart stjórn. Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga með gott listrænt innsæi.
Starfssvið:
- Mótun listrænnar stefnu hátíðarinnar.
- Daglegur rekstur og stjórnun.
- Ábyrgð og framkvæmd á fjárhagsáætlun hátíðarinnar, þ.m.t. eftirfylgni og uppgjör.
- Heildarskipulag og yfirsýn hátíðarinnar.
- Samningagerð við listafólk, stofnanir og styrktaraðila.
- Eftirfylgni styrkumsókna og fjáröflun fyrir hátíðina.
- Þátttaka í markaðs- og kynningarmálum.
- Ýmis önnur verkefni sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar sinnir.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun og rekstri, þ.m.t. áætlanagerð, kostnaðareftirliti og uppgjörum.
- Reynsla af menningarstjórnun auk þekkingar og áhuga á listalífi hérlendis og erlendis.
- Þekking á markaðssetningu og sölu viðburða.
- Reynsla af samningagerð.
- Leiðtogahæfileikar og skapandi hugsun við verkstjórn og framkvæmd verkefna.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum, metnaður og jákvætt viðmót.
- Góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti.
- Hæfni til að koma fram á innlendum og alþjóðlegum vettvangi og miðla upplýsingum á aðgengilegan hátt.
Listahátíð í Reykjavík var stofnuð árið 1970 og stendur fyrir alþjóðlegri listahátíð annað hvert ár. Hátíðin er í stöðugri þróun. Aðild að Listahátíð í Reykjavík eiga menningar- og viðskiptaráðuneytið, Reykjavíkurborg og fulltrúaráð sem er skipað helstu lista- og menningarstofnunum.
Umsókn um starfið skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og listrænni sýn.
Umsóknarfrestur er til og með 18. júní nk.
Nánari upplýsingar um starfið veita Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Margrét Stefánsdóttir (margret@vinnvinn.is).