1.-16. júní 2024

14. desember 2009

Niflungahringurinn í hávegum hafður

Óperusérfræðingurinn Fred Plotkins og höfundur bókarinnar Opera 101 lét þau orð falla í viðtali við New York Times nýverið að uppfærsla Niflungahringsins á Listahátíð á Íslandi sé ein sú allra besta sem hann hefur séð. Fred Plotkin er sérfræðingur í verkum Wagners og hefur séð 44 uppfærslur af verkinu víða um heim.  Þar kom einnig fram að í fyrirhugaðri uppsetningu Metropolitan óperunnar á Niflungahringnum sæki leikstjórinn, Robert Lapage innblástur til Íslands. Sýningin verður frumsýnd vorið 2012 undir stjórn hljómsveitarstjórans James Levine, og skartar meðal annars stórstjörnunum Deborah Voigt og Bryn Terfel sem bæði hafa komið fram á Listahátíð í Reykjavík.