1.-16. júní 2024

10. maí 2018

Ykkar Dóri

„Til pabba og mömmu!

Ég ætla aðeins að láta ykkur vita að ég er skárstur í dag af inflúenzunni. Var töluvert slæmur í gær. Hiti aftur langtum minni í morgun 

Allir liggja; búðum og bakaríum, skólum og skemtistöðum lokað.

Einnig prentsmiðjunni og dagblöðin hætt að koma út.

 

Bezta kveðja.

Bið að heila öllum.

Ykkar

Dóri"

Bréf Halldórs Guðjónssonar (síðar Halldór Laxness) (f. 1902, d. 1998). Halldór er 16 ára árið 1918, en um vorið 1918 hafði hann lokið gagnfræðiprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Bréfið er ódagsett en er skrifað í nóvember 1918.
Foreldrar hans, Sigríður Halldórsdóttir og Guðjón Helgi Helgason, sem búsett voru í Laxnesi í Mosfellsdal.
Rökkvi Sigurður Ólafsson er 16 ára, fæddur 2002. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík en á sterkar rætur á Ísafirði. Rökkvi er mikill áhugamaður um sirkuslistir og æfir með Æskusirkusnum og Sirkus Íslands.