1.-16. júní 2024

9. júní 2018

Setja bæklaðan mann í markið

„Leikur Vals og Reykjavíkur hófst stundvíslega klukkan 9 á föstudagskvöldið. Dómari sem fyrr Egill Jacobsen. Vestangola var á og sólskin. Valur átti í fyrstu undan vindi og sól að sækja, en Reykjavíkur hafði þó fullt eins mikla sókn, þó var það Valur sem fyrsta markið setti. Annars er það ófyrirgefanlegt að Reykjavír að setja bæklaðan mann í markið. Enginn þorir að hlaupa almennilega á hann vegna þess, að þeir geta eyðilagt manninn fyrir lífs tíð: auk þess er það ókurteisi í garð Vals að hafa svona mann í markinu. Ekki tala ég um það hvað áhorfendurnir voru á nálum í hvert sinn er markvörðurinn féll – og hann féll oftast nær, þegar hann kom nálægt knettinum – um að hann mundi skilja fótinn eftir á vellinum.

Áfram hélt leikurinn og komst nú mark Vals nokkrum sinnum í töluverða hættu, en ekkert mark varð samt. Var það að þakka vörn markvarðar og heppni.

Annar hálfleikur: Var sóknin mikið meiri Reykjavíkur megin. Fengu þeir hvert upphlaupið eftir annað og fóru oft fram hjá bakvörðunum eins og þeir væru loft. Að lokum fór það svo, að Benedikt. G. Waage setti í mark. Hertu Reykjavíkurmenn sig nú um allan helming og það sama gerðu Valsmenn. Var nú leikurinn kappsamur mjög og barst hingað og þangað um völlinn. Kom Gunnar Schram knettinum hvað eftir annað upp og sendi hann inn á miðju, en lengi vel var samt varið þar til Karli Schram tókst að skalla knöttinn inn. Varð það mjög fallegt mark. Nú kom hvert marksparkið á fætur öðru, en markvörður tók öll, endaði svo hálfleikurinn með sigri Reykjavíkur ...

Línuverðirnir virtust ekki vera góðir og leitt fyrir dómarann, að þurfa að vera að ávíta línuverðina fyrir slælega frammistöðu í stað þess að fá aðstoð frá þeirra hendi. Bestir leikmenn hjá Reykjavíkur voru Gunnar Schram, Karl Schram ... Hjá Val get ég ekki nefnt neinn sérstaklega, nema Stefán. Flestir framherjarnir leika mjög liðlega, en það verður ekkert úr þeim, þegar að markinu kemur. Bakverðirnir ekki góðir. Þeir ættu að fara í skóla til bakvarðanna í Fram. Dómarinn dágóður, en sá ekki nærri allt, sem hann átti að sjá."

Fréttir. Dagblað. 22. júlí 2018. Lýsing af knattspyrnuleik sem fram fór föstudaginn 19. júlí 1918.
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.