1.-16. júní 2024

7. júní 2018

Gagnsemi sem nætursími getur haft í för með sér

„Það þarf hreint ekki að útmála alla þá gagnsemi sem nætursími getur haft í för með sér, eða allt það tjón sem af því gæti hlotist, að geta ekki náð símasambandi á hvaða tíma sólahringsins sem er. Allir sjá að það getur verið miklu fljótlegra að fara í síma ef eldsvoða ber að höndum, heldur en að leita uppi brunaboða í myrkri og finna hann ef til vill ekki.

Að sumir talsímahafar kunni að vera því mótfallnir, að geta átt von á hringingu að næturlagi, það kann að vera. En þeim er þá í lófa lagið að stinga blaði meðfram hringjaranum í símatækinu á kvöldin, ef þeir eru svo taugaveiklaðir."

Vísir 8/4/1918. Aðsent efni.
Helga Ferdinandsdóttir, 48 ára bókmenntafræðingur í Reykjavík.