1.-16. júní 2024

14. maí 2018

Tóbaks- og sælgætisbúðir fá enga undanþágu

„Á bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var í gær, á venjulegum stað og tíma, var rætt um brauðgerðina í Gasstöðinni, lokunartíma sölubúða og um nýja tillögu um að skipta nefnd til að athuga mjólkurmálið.

Samþykkt var reglugerð um lokunartíma sölubúða við fyrri umræðu. Er svo ákveðið í reglugerðinni, að öllum sölubúðum kaupmanna skuli lokað kl. 7 síðdegis og á sumrum kl. 4 á laugardögum. Tóbaks- og sælgætisbúðir fá enga undanþágu frá þessum ákvæðum. Var tillaga um það felld með eins atkvæðis mun."

Vísir 4/4/1918
Sólrún Jensdóttir, sagnfræðingur, en var um árabil skrifstofustjóri í mennta-og menningarmála ráðuneytinu, áður blaðamaður og kennari. Er nú á eftirlaunum. Hefur búið í Reykjavík frá fæðingu ef frá eru talin 6 ár við nám og störf í Bretlandi og Bandaríkjunum.