1.-16. júní 2024

4. maí 2018

Þessa skemtun ættu bæjarbúar að sækja vel

„Dansskemtun Verslunarmannafélagsins MERKUR verður á laugardaginn og hefst kl. 8½ í Iðnaðarmannahúsinu.

Aðgöngumiða má vitja í leðurverslun Jóns Brynjólfssonar, Austurstræti, og í skóverslun B. Stefánssonar & Bjarnar, Laugavegi.

100 Grammafon-plötur, nýjar,tvíspilaðar, til sölu og sýnis í Hótel Ísland nr. 28.

Skemtun verður haldin í Bárubúð föstudaginn 15. þ.m. til ágóða fyrir líknarsjóð yngri deildar Hvítabandsins. Prógram fjölbreytt og frjálsar skemtanir á eftir.

Þessa skemtun ættu bæjarbúar að sækja vel.

 

Dansleik heldur Nýi dansskólinn fyrir nemendur sína laugard. 16. febr. kl. 9 e.h. í Báruhúsinu.

Orkestermusik.

Aðgöngumiða má vitja í „Litlu búðina“."

 

Auglýsingar um skemmtanir eru áberandi í blöðunum á þessum tíma, enda voru bæjarbúar duglegir að sækja skemmtanir af ýmsu tagi. Því til stuðnings má nefna að í Vísi 6. mars 1916 er talað um að á að giska 4000 manns hafi sótt fyrirlestra og skemmtanir einn og sama daginn, sunnudaginn 5. mars. Það er um þriðjungur bæjarbúa.

Nokkrar auglýsingar í Vísi sama daginn (13. febrúar 1918).
Anna Eyvör Ragnarsdóttir, 69 ára gömul, starfaði lengst af sem enskukennari í efstu bekkjum grunnskóla en er nú komin á eftirlaun.