1.-16. júní 2024

23. maí 2018

Þeir ferma svo snemma hérna á vorin

„Kæri vinur,

Það á að ferma Björn son minn í vor og vildi ég því mega kvabba á þér með skírnarvottorð hans með næstu ferð. Þeir ferma svo snemma hérna á vorin. Mjög var það gott að frostgrimmdin í janúarmánuði hélst þó ekki lengur en þetta, það var ljóta kastið. Hvernig var það hjá ykkur og hvernig leið ykkur og henni tengdamóður þinni sérstaklega í þessari miklu kuldatíð? Nú á að fara að skammta okkur aftur sykur og kornvöru. Bandaríkin halda mjög í við okkur með útflutning á matvælum frá sér, en vonandi verðum við Íslendingar ekki látnir svelta þegar í nauðirnar rekur. Við skulum vona það að minnsta kosti. Við getum þó ekki lifað á Cementi, en það eru skipin okkar að flytja frá Ameríku til þess að fá fullfermi. Nú eru aftur farnar að heyrast kvartanir undan veiðum enskra trollara í landhelgi, fyrir Suðurnesjum. Verðið þið varir við þá nokkuð að ráði? Ég á að skila innilegri kveðju til þín og þinna frá okkur öllum og getum við aldrei nógsamlega þakkað ykkur fyrir velvild ykkar og góðsemi í okkar garð.

Þinn einlægur vinur

Bjarni Jensson."

Bréf Bjarna Jenssonar 1857-1930. Bóndi og læknir á Breiðabólsstað, síðar landlæknisritari í Reykjavík. 61 árs 1918.
Magnús Bjarnason, 1861-1949, prófastur og prestur á Prestsbakka, 57 ára 1918.
Hallgrímur Helgi Helgason, er sextugur þýðandi og leikritahöfundur í Reykjavík.