1.-16. júní 2024

27. maí 2018

Þarf ekki að efast um að húsið verði troðfullt

„Bæjarfréttir: 

Bensínlaust er að verða hér í bænum, og sumar bifreiðar hafa orðið að hætta akstri þess vegna. Ekkert bensín kom með Villemoes og óvíst að nokkuð komi með Fredericia.

Gunnar Gunnarsson rithöfundur ætlar að lesa upp sögu eftir sig bráðlega í Báruhúsinu, væntanlega á 2. í hvítasunnu. Þarf ekki að efast um að húsið verði troðfullt.

Haraldur Árnason kaupmaður hefir látið breyta litlu húsi, sem stendur á lóð prestaskólans gamla, sem nú er eign hans, í sannnefnt skrauthýsi, þó lítið sé, en sjálfur kallar Haraldur það skemmu og notar það til þess að sýna í varning sinn. Auk þess er hann að láta setja kvist á aðalhúsið, í sama stíl og skemmuna, og verður að þessu hin mesta prýði.

Dansskemmtun frú Stefaníu Guðmundsdóttur í gærkvöldi var vel sótt. Dansinn fór mjög smekkvíslega fram, sem vænta mátti, og klöppuðu áhorfendur óspart lof í lófa."

Vísir 8/8/1918
Vera Ósk Valgarðsdóttir, 65 ára skólastýra.