1.-16. júní 2024

22. apríl 2018

Settur verði ofn í lestrarsal Landsbókasafnsins

„Annan mars árið 1918 biður Stjórnarráð Íslands landsbókavörð, Jón Jacobsen, um álit á framkomnu erindi um upphitun lestrarsals Landsbókasafnsins: 

„Hjermeð er yður, herra landsbókavörður, sent til umsagnar erindi bókavarðar Halldórs Briem um að settur verði ofn í lestrarsal Landsbókasafnsins. Með svarinu óskast fylgiskjalið endursent.

Fyrir hönd ráðherra,

Björn Þórðarson“.

 

Stjórnarráðið tilkynnir svo landsbókaverði um kyndingu safnsins með eftirfarandi bréfi:

„Hjermeð er yður, herra landsbókavörður, til vitundar gefið til leiðbeiningar, að stjórnarráðið hefir ákveðið að láta hita Landsbókasafnshúsið með miðstöðvarhitunartækjum hússins fyrst um sinn til jóla. Hvort hitun hússins á þenna hátt verður haldið áfram eftir þann tíma, verður síðar ákveðið.

Fyrir hönd ráðherra

Björn Þórðarson“. 

Bréfið er dagsett 11. desember sama ár, hálfum mánuði fyrir jól og rúmum 10 mánuðum eftir að álit landsbókavarðar var óskað."

Stjórnarráðið biður landsbókavörð, Jón Jacobsen, um álit á framkomnu erindi um upphitun lestrarsals Landsbókasafnsins.
Dofri Örn Guðlaugsson starfsmaður hjá Elju.