1.-16. júní 2024

23. apríl 2018

Samferða urðu til sigurhæða

Hvíla báðar
Í blundi værum
Móðir og dóttir
Til dagsins mikla.

 

En sálirnar fagna
Á sigurhæðum;
Ljósið og lífið
Er lífsfró þeirra.

 

Samferða urðu til sigurhæða:

Móðirin
Lára Rósa Loptsdóttir.
Fæddist 20. jan. 1893. – Andaðist 11. nóv. 1918;
Og dóttirin
Katrín Guðríður Ólafsdóttir.
Fædd 16. júní 1917. – Dáin 8. nóv. 1918.

 

Harma þær eiginmaður – móðir og amma – og tvö eftirlifandi börn þeirra hjóna, en eitt höfðu þau áður mist.
Hvíli þær saman í friði!

Heimilið drúpir. – Harmar maki.
Sagnar móðir. – Mætrar dóttur.
Gráta hér börnin – Góða móður
Skarð er nú fyrir – skildi orðið.

Ólafur G. Jóhannsson (f. 1889, d. 1978), skipstjóri í Reykjavík. Ólafur kvæntist árið 1913, Láru Rósu Loftsdóttur, og eignaðist með henni 4 börn. Fimm árum síðar hafði hann misst konu sína og tvö börn. Hann kvæntist síðar aftur, Sigríði Magnúsdóttur. Grafskriftin er um eiginkonu Ólafs, Láru Rósu Loftsdóttur, og dóttur þeirra, Katrínu Guðríði Ólafsdóttur. Þá er Ólafur 29 ára.
Rakel Emma Róbertsdóttir, 12 ára, elskar að takast á við nýjar áskoranir.