1.-16. júní 2024

21. maí 2018

Nú á ég bón til yðar

„Hr. Bókavörður Sigfús Blöndal 

Nú á ég bón til yðar. Maður, sem nýlega var á ferð í Höfn, sá niðri í kjallara hjá Höst eitthvert rusl af gömlum guðsorðabókum íslenskum, sem hvergi hvað vera skrásett. Þér þekkið ástríðu mína, og nú langar mig til að biðja yður um það ómak, að líta á þetta fyrir mig, og ef þar skyldi finnst eitthvað af 16. og 17. aldar skræðum, að festa það fyrir mig ... Þetta er nú ein vitfirringin, og það sem lakara er, að það er dýr vitfirring. Ég legg miklu meira fé í bækur en ég er í raun og veru maður til. En ég hef slíka gleði af bókunum að mér finnst það samt til vinnandi ... Bókasafn mitt er enn skuldlaust með öllu en ekki er víst að svo verði þegar ég fell frá, og vel getur verið að ég látið þá eftir mig ekkju, sem ekki veitir af andvirði þessara bóka. Enginn veit sína æfi fyrr en öll er. En gaman væri að reisa sér bautastein með litlu en laglegu bókasafni, sem stæði einhversstaðar til vísindalegra nytja í framtíðinni. En þetta er trúnaðarmál.

Nú skal ég hætta ... Svo bið ég öll góð völd að annast yður.

Með vinsemdarkveðju

Yðar einlægur

Guðmundur Magnússon."

Bréf Guðmundar Magnússonar (1873 -1918), prentari og rithöfundur, Grundarstíg 15. 45 ára 1918. Guðmundur lést úr spænsku veikinni þann 18. nóvember 1918.
Dr.Sigfús Blöndal 1875-1950, bókavörður og orðabókaritstjóri.
Eðvald Einar Stefánsson, 45 ára, uppeldisfræðingur.