1.-16. júní 2024

8. maí 2018

Nefndur Brandur skilaði skóhlífunum aftur

„Símon Sveinbjarnarson Hverfisgötu 93 kærir Brand Alexander Brandsson Hverfisgötu 88 fyrir að hafa stolið skóhlífum úr húsi sínu. Þær hafi farið á 10 mínútum og engin komið annar í húsið. Nefndur Brandur skilaði skóhlífunum aftur og viðurkenndi að hafa tekið þær í nefndu húsi.

Kært yfir rúðubroti í húsinu nr. 3 við Fischersund kl. 1 um nóttina, engin grunaður.

Guðmundur Guðmundsson Seljalandi segir að Lárus í Versluninni „Hlíf“, Hverfisgötu 56, hafi stolið stígvélum, sem hann beiddi að selja sér, eða liggja hjá sér meðan Guðmundur færi ofan í bæ, en á meðan selur hann þau Elíasi Líndal, og er þar hjá honum í búðinni. Fór ég svo til Elíasar Líndal og sótti hin umræddu stígvél, með þeim ummælum að ég tæki þau til geymslu, meðan verið væri að athuga hvernig í þessu lægi og það þeir Guðmundur og Lárus jöfnuðu það á milli sín. Varð svo ekki frekara gert því Lárus fannst ekki.

Þá var athuguð kæra frá Einari Gunnarssyni á Elías S. Líndal fyrir að selja úr búð sinni vörur án seðla. Upplýst að það væri rétt og væru vitni að því Nicolai Þorsteinsson á Lindargötu 10, var í skúr á Grettisgötu, og Þórður Ingvarsson söðlasmiður á Óðinsgötu 1, sem keypti. Þorsteinn Kjarval sem nefndur var er ónítt vitni, hann keypti en lofaði að koma með seðil síðar, gaf skýrslu um þetta og afhenti lögreglustjóra."

Páll Árnason (f. 1871, d. 1930). Lögregluþjónn í Reykjavík. Hann er 47 ára árið 1918. Textinn er úr vasabók hans frá árinu 1919.
Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdarstjóri í Reykjavík.