1.-16. júní 2024

22. maí 2018

Mjög misjafnlega geðjast mér að þingmönnum

„Kæra vina !

Á þinginu gerist lítið enn. Töluvert þóf varð um það hvort ég ætti að ná þingsæti, eða ekki. Móti því voru „þversum“ menn og „framsóknar“ flokkurinn, að meiru leyti, en heimastjórnarmenn og „langsum“ menn með, og 2 menn í „framsóknar“ flokknum, og dugði það til að skapa meiri hluta ... Annars virtust blöðin flest öll fylgjandi þingsetu minni. Ég hef heimsótt Hannes Hafstein einu sinni, og tók hann mér mjög vel og þótti sýnilega vænt um að ég kom. Enn raun er að sjá hann að sumu leiti, því fljótt verður þess vart, að hann er ekki fullkomlega ,,með sjálfum sér“, sem kallað er.

Annars fer ég lítið um og hefst oftast við í þingsölunum, þó lítið sé að gera. Mjög misjafnlega geðjast mér að þingmönnunum, virðist að sumir þeirra séu stirðbusar og sumir óáreiðanlegir. Enn góðir menn eru þar innan um. Rangvellinga hefi ég hitt nokkuð, þeir virðast mér nokkuð gamaldags í sumum skoðunum, en lausir við þann óáreiðanlegleik, sem mér finnst bera of mikið á í þinginu, ekki síst hjá „framsóknar“ flokknum. 

Ekki leiðist mér hér eiginlega, enn vildi þó gjarna komast heim sem fyrst. 

Bið kærlega að heilsa. Mér ósk um að þér og ykkur öllum líði vel.

Þinn einlægur

Sigurjón Friðjónsson."

Bréf Sigurjóns Friðjónssonar 1867-1950. Frá Sandi í Aðaldal. Skáld, bóndi og oddviti, Litlu-Laugum í Suður Þingeyjarsýslu. Sat á Alþingi 1918-1922. 51 árs 1918.
Kristín Jónsdóttir 1867-1928, Litlu-Laugum, Suður Þingeyjarsýslu, kona Sigurjóns. 51 árs 1918.
Jóhann Bjarni Pálmason, ljósahönnuður, starfar meðal annars í Hörpu tónlistarhúsi.