1.-16. júní 2024

3. júní 2018

Lobescows og Gullasch og margt fleira

„Kaffi- og matsöluhúsið „Fjallkonan“, Laugaveg 20B, hefur ávalt herbergi til leigu. Fæði og húsnæði yfir lengri og skemmri tíma. Sömuleiðis næturgisting. Fjölbreyttur heitur og kaldur matur, frá klukkan 10 árdegis til 12 síðdegis. Buffið viðurkennda, sömuleiðis lambasteik, uxasteik, kótelettur, kjöt í fricassé, ertum, asparges. Karry í brúnni sósu, og fleira. Lobescows (labskássa) og gullasch (gúllas) og margt fleira. Fjölbreytt smurt brauð. Útlenda ölið, sem hvergi fæst annars staðar. Tekið á móti pöntunum í stærri og smærri átveislur. Húsakynnin rúmgóð, skemmtileg og hreinleg. Öll afgreiðsla fljót og góð. Kappkostað að gera alla viðskiptavini ánægða. Spilað á hverju kvöldi frá níu til hálftólf  á hið heimsfræga Estey sjálfspilandi píanó, sem ekki er til á Íslandi nema á Café „Fjallkonan“."

Kristín Jónsdóttir Dahlsted 1876-1968, rak Fjallkonuna. Hún hafði lært og starfað við hótel- og veitingarekstur í Danmörku og átti á sinni starfsævi ýmis veitingahúss víðsvegar um Reykjavík.

Auglýsing í Fréttir. Dagblað. Fimmtudaginn 25. ágúst 1918.
Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og markaðsstjóri Íslensku óperunnar, býr og starfar í Reykjavík.