1.-16. júní 2024

15. maí 2018

Langar nú upp til þín

„Kæri vinur!

Á þessum helgidegi hefi ég verið að raula undurfagurt lag eftir Ivar Widéen, sem einn kunningi færði mér nýlega. „Söngurinn“ er um stjörnuljós – í B-dúr, en átta stækkaðar ferundir í honum – Núnú: Það varð til vísa, ekki um stjörnuljós, heldur norðurljós - það blessaða ljós, sem fáir elska og syngja um.

 

Norðurljós

 

Lifandi himinlogi,
lágnætur friðarbogi,
ljúfur og ljómaþýður
lítur þú einn til mín.
Hugur minn héðan líður,
líður um nætur þangað,
þangað er hann langar,
Langar nú upp til þín.

 

Þegar ég fór að skrifa lagið í skruddu mína og mína vísu með, rak ég augun í eitt: Í ferkvæðum samorðum  er alloft - í mæltu máli - meiri áhersla á seinni hlutanum. Hef lengi haft veður af þessu og nú kveðið þessa vísu af svo mikilli alúð, að þar hefði þetta áreiðanlega ekki komið fyrir ef það væri ekki rétt og sönn syngjandi í okkar máli.  

Sendi þér vísuna – mátt ekki láta hana til annarra.

Þinn Guðmundur Björnsson."

Bréf Guðmundar Björnssonar 1864-1837, landlæknis og alþingismanns. Bjó á Amtmannssstíg 1. 54 ára 1918. Kvæði birtist á prenti í Óðinn. 14. árg. 6.tbl. 01.09.1918. bls. 44-45
Dr.Sigfús Blöndal 1875-1950, bókavörður og orðabókaritstjóri.
Markús Þ. Þórhallsson, fæddur 1964, er sagnfræðingur að mennt, stjórnar morgunútvarpi Sögu.