1.-16. júní 2024

9. maí 2018

Kvenmaður óskast yfir lengri eða skemmri tíma

„Kaupakona, hraust og dugleg óskast á gott heimili í Eyjafirði Upplýsingar í Þingholtsstræti 29.

Dugleg kaupakona óskast. Hátt kaup. Upplýsingar í Hildibrandshúsi.

Kaupakona óskast á gott heimili í sveit. Afar hátt kaup. Upplýsingar hjá Kristínu J. Hagbarð, Laugavegi 26.

Kvenmaður óskast yfir lengri eða skemmri tíma. Afgreiðsla vísar á.

Telpa óskast til snúninga strax. Upplýsingar á Laugavegi 39 B.

Kaupamaður óskast í 8 vikna tíma. Gott kaup í boði. Afgreiðsla vísar á.

Ung rösk stúlka, aðallega til hjúkrunarstarfa, þarf ekki að vera. lærð, óskast í ársvist á mjög góðu heimili hjá lækni á Norðurlandi. Hátt kaup verður borgað. Nánari upplýsingar á Laugavegi 37 niðri.

Kaupakona óskast að Svignaskarði. Upplýsingar á Barónsstíg 18."

Vísir 29. maí 1918.
Ása Jónsdóttir, 65 ára fædd og uppalin í Reykjavík. Fyrrverandi bankastarfsmaður og núverandi starfsmaður á hjúkrunarheimili.